Hoppa yfir valmynd
28. nóvember 2022 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Samningur um samræmda móttöku flóttafólks

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið undirritar um þessar mundir samninga við sveitarfélög um samræmda móttöku flóttafólks sem gildir til ársloka 2023. Samningurinn felur í sér fjárstuðning frá ríkinu svo sveitarfélög geti veitt þeim fjölda flóttafólks sem það er tilbúið til að taka á móti fullnægjandi þjónustu yfir gildistíma samningsins. Ráðuneytið óskar eftir þátttöku sem flestra sveitarfélaga í verkefninu og unnt er að senda inn fyrirspurnir á netfangið [email protected].

Samkvæmt samningnum veitir sveitarfélag notanda einstaklingsmiðaða þjónustu í samræmi við kröfulýsingu sem er fylgiskjal með samningnum. Í kröfulýsingunni er að finna lýsingu á þeim lágmarkskröfum sem ráðuneytið gerir til sveitarfélaga sem eru aðilar að samningnum. Greiðslur ríkisins til sveitarfélagsins miðast við þann fjölda notenda sem samningurinn kveður á um og Fjölmenningarsetur hefur vísað til sveitarfélagsins í þjónustu á gildistíma samningsins. Fjárhæðin reiknast samkvæmt kostnaðarlíkani sem ráðuneytið hefur einnig gefið út og er fylgiskjal með samningnum.

Samningur um samræmda móttöku flóttafólks samanstendur því af samningnum sjálfum og tveimur fylgiskjölum, þ.e. kröfulýsingu og kostnaðarlíkani:

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum