Hoppa yfir valmynd
5. desember 2022 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra bauð samráðsvettvangi um jafnréttismál til fundar

Brýnustu verkefni dagsins í dag í jafnréttismálum voru til umræðu á öðrum fundi samráðsvettvangs um jafnréttismál í Hannesarholti í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bauð til fundarins en skv. lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna skal samráðsvettvangurinn kallaður saman minnst einu sinni á ári.

Forsætisráðherra flutti ávarp í upphafi fundarins og Gyða Margrét Pétursdóttir, prófessor í kynjafræði við Háskóla Íslands flutti erindið Að mæta samfélaginu þar sem það er statt og toga í jafnréttisátt.

Meginþema fundarins var stefnumótun í jafnréttismálum sem endurspeglast í þingsályktun um framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum fyrir árin 2024-2027. Þátttakendum var skipt í umræðuhópa út frá markmiðum jafnréttislaga; samþættingu, kyni og völdum, jafnrétti á vinnumarkaði, kynbundnu ofbeldi, fjölbreytileika og staðalmyndum kynjanna.

Hlutverk samráðsvettvangs um jafnréttismál er að vera forsætisráðherra til ráðgjafar við faglega stefnumótun í málum sem tengjast jafnrétti kynjanna. Fulltrúar frá aðilum vinnumarkaðarins, fræðasamfélaginu og samtökum sem vinna að kynjajafnrétti eiga rétt til þátttöku í samráðsvettvangnum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum