Hoppa yfir valmynd
9. desember 2022 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Allir íslenskir háskólar áhugasamir um aukið samstarf

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra - mynd

Allir íslensku háskólarnir sóttu um styrki í verkefnið Samstarf háskóla sem Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, setti á laggir í haust. Stefnt er að því að úthluta allt að einum milljarði króna á þessu ári, 2022, og sambærilegri upphæð árið 2023 en með þessu er háskólunum veittur fjárhagslegur hvati til að stofna til öflugs samstarfs sín á milli.

Alls bárust 48 umsóknir. Sótt var um styrki fyrir samtals 2.850 m.kr. og eru þeir á bilinu 4 til 204 m.kr. og getur stuðningurinn því samsvarað 35% af umbeðnum styrkjum. Matshópur skipaður af ráðherra skv. reglum um úthlutanir styrkja vegna samstarfs háskóla vinnur nú að mati umsókna og stefnt er að því að tilkynna um úthlutanir fyrir árslok.

Úthlutun samstarfsstyrkja er ætlað að styðja við stefnumörkun á háskólastigi. Í því skyni eru 12 áherslur tilgreindar sem samstarfsverkefnum er ætlað að styðja við. Allar umsóknir sem bárust snúa að a.m.k. einni áherslu en flestar styðja þær við aukin gæði háskóla á einn eða annan hátt. Þá leggja mörg samstarfsverkefna áherslu á STEAM greinar, nám óháð staðsetningu og aukna nýtingu rannsóknainnviða.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum