Hoppa yfir valmynd
15. desember 2022 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Vegna kjarasamningsviðræðna við flugmenn Landhelgisgæslunnar

Kjarasamningsviðræður samninganefndar ríkisins (SNR) við Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) vegna flugmanna hjá Landhelgisgæslu Íslands (LHG) hafa staðið yfir um alllangt skeið.

Í þeim viðræðum hefur SNR, í samráði við Landhelgisgæslu Íslands og dómsmálaráðuneytið, lagt áherslu á færa kjarasamningsumhverfi flugmanna hjá Landhelgisgæslu Íslands til samræmis við starfsemi stofnunarinnar og starfsumhverfi flugmanna hjá stofnunni. Í því felst m.a. að afnema tengingu við kjarasamning sem FÍA hefur gert við Icelandair sem kjarasamningur flugmanna hjá LHG hefur hingað til tekið mið af.

Búið er að afnema tengingu við kjarasamninga þriðja aðila hjá öllum sem ríkið gerir kjarasamninga við að undanskildum flugmönnum, auk þess sem fyrir liggur lögbundinn gerðardómur í máli ríkisins og Flugvirkjafélags Íslands sem mælir fyrir um að slík tenging sé ólögmæt.

SNR hefur lagt fram tilboð til FÍA sem mælir fyrir um að flugmenn hjá Landhelgisgæslu Íslands haldi núverandi kjörum og fái sambærilegar launahækkanir og aðrir ríkisstarfsmenn, en atriði sem úrskurðað hefur verið um að séu ólögmæt falli á brott. Síðan yrði unnið að því að útfæra með hvaða hætti kjör þeirra skuli útfærð í nýjum heildstæðum kjarasamningi sem tengist starfsemi LHG á samningstímanum.

Samninganefnd ríkisins áréttar eindreginn vilja til að ná sanngjörnum samningi sem er í samræmi við lög og reglur sem um þessa starfsemi gilda. Að öðru leyti vísast til fyrri yfirlýsingar dags. 20. apríl sl.

 


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum