Hoppa yfir valmynd
16. janúar 2023 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Opnir viðtalstímar ráðherra í Grósku vorið 2023

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra - mynd

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra býður öll áhugasöm velkomin í opna viðtalstíma í Grósku nú í vor líkt og gert var á liðnu ári við góðar undirtektir. 

Á opnum viðtalstímum gefst tækifæri til að eiga stutt, milliliðalaust spjall við ráðherra þar sem hægt er að viðra hugmyndir, kynna þær eða koma á framfæri athugasemdum um málaflokka. Fólki utan höfuðborgarsvæðisins býðst einnig að nýta sér opna viðtalstíma ráðherra. Skrifstofa ráðherra er staðsett víðs vegar um landið á kjörtímabilinu þar sem opnir viðtalstímar fara fram á hverri starfsstöð.

Viðtalstímar fara fram í Mýrinni á jarðhæð Grósku þessa daga:

  • Miðvikudagur 18. janúar kl. 9:00
  • Fimmtudagur 9. febrúar kl. 9:00
  • Miðvikudagur 15. mars kl. 8:30

Tímasetningar opinna viðtalstíma í apríl og maí verða auglýstar síðar. Vinsamlega athugið að tímasetningar eru birtar með fyrirvara um breytingar á dagskrá ráðherra.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira