Hoppa yfir valmynd
24. febrúar 2023 Forsætisráðuneytið

Samantekt frá öðrum fundi samráðsvettvangs um jafnréttismál – Jafnréttisráðs

Samantekt frá öðrum fundi samráðsvettvangs um jafnréttismál – Jafnréttisráðs hefur verið birt. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra boðaði til annars fundar samráðsvettvangsins þann 5. desember 2022.

Fulltrúum frá aðilum vinnumarkaðarins, fræðasamfélaginu og samtökum sem vinna að kynjajafnrétti samkvæmt lögum nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna var boðið til fundarins. Þátttakendur unnu í hópum að því að svara tilteknum lykilspurningum sem tengdust efnin fundarins.

Niðurstöður fundarins verða nýttar í vinnu við nýja framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum en segja má að þessi fundur marki upphaf vinnu við nýja áætlun. Forsætisráðherra mun leggja fram þingsályktunartillögu um framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum fyrir árin 2024–2027 á vorþingi 2024. Lesa má um helstu niðurstöður í samantekt fundarins.

 

Samantekt frá öðrum fundi samráðsvettvangs um jafnréttismál – Jafnréttisráðs

Um Jafnréttisráð - samráðsvettvang um jafnréttismál

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum