Hoppa yfir valmynd
30. ágúst 2023 Forsætisráðuneytið

Kvennanefnd Sameinuðu þjóðanna birtir lokaathugasemdir

Kvennanefnd Sameinuðu þjóðanna (e. Committee on the Elimination of Discrimination against Women) hefur birt lokaathugasemdir sínar við níundu reglubundnu skýrslu Íslands um framkvæmd samnings um afnám allrar mismununar gagnvart konum.

Nefndin lýsir ánægju sinni með að Ísland hafi verið í efsta sæti á heimsvísu á lista Alþjóðaefnahagsráðsins yfir jafnrétti kynjanna fyrir árið 2022 og fagnar þeim árangri sem náðst hefur með lagabreytingum, bættri stofnana- og stefnuumgjörð og fullgildingu ýmissa alþjóðasamninga frá skilum síðustu skýrslu árið 2016.

Jafnframt tiltekur nefndin aðgerðir á ólíkum sviðum, t.a.m. hvað varðar kynbundið ofbeldi gegn konum, menntun og efnahagslega valdeflingu, sem íslensk stjórnvöld geta gripið til í því augnamiði að bæta stöðu kvenna enn frekar, einkum kvenna sem tilheyra jaðarsettum hópum, svo að jafnrétti kynjanna náist í reynd.

Lokaathugasemdir Kvennanefndar Sameinuðuþjóðanna á íslensku og ensku

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum