Hoppa yfir valmynd
14. september 2023 Innviðaráðuneytið

Fjárlög 2024: Framlög til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga hækkuð

Fjárlagafrumvarp fyrir árið 2024 hefur verið lagt fram á Alþingi. Framlög til verkefna innviðaráðuneytis nema 111,6 milljörðum króna og þar af nema framlög til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga tæpum 31,8 milljarði króna. Um er að ræða hækkun um 3,4 milljarða eða um 12%. Framlög til byggðamála nema rúmum 1,8 milljarði króna.

Endurskoðun sveitarstjórnarlaga og regluverks Jöfnunarsjóðs

  • 31.763 til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.
  • Framlög til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga hækka um 3.4 m.kr. milli ára eða um 12%.

Á árinu 2024 verður unnið að eflingu sveitarstjórnarstigsins með fjölbreyttum hætti. Þar á meðal verða ákveðin ákvæði sveitarstjórnarlaga endurskoðuð s.s. um fjármál, birtingu fyrirmæla, þátttöku í atvinnurekstri, samráð við íbúa, reikningsskil, siðareglur og hagsmunaskráningu. Þá verður regluverk Jöfnunarsjóðs endurskoðað með það að markmiði að stuðla að markvissari og réttlátari úthlutun.

Fjölgun atvinnutækifæra á landsbyggðinni og skilgreining á opinberri þjónustu

  • 1.831 m.kr. til byggðamála
  • Til byggðaáætlunar og sóknaráætlana landshluta fara 1.250 m.kr.

Áhersla verður á að efla búsetufrelsi með fjölgun atvinnutækifæra og auknum fjölbreytileika starfa á landsbyggðinni. Þá verður rekstur dagvöruverslana í minni byggðarlögum styrktur til að viðhalda mikilvægri grunnþjónustu. Einnig verður unnið að því að skilgreina hvað felst í opinberri þjónustu með það að markmiði að jafna aðgengi og þjónustustig. Jafnframt að greina heildarkostnað vegna þjónustusóknar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum