Hoppa yfir valmynd
16. október 2023 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Styrkir Bata góðgerðarfélag

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, og Vagnbjörg Magnúsdóttir, stjórnarformaður Bata. - mynd

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hefur veitt Bata góðgerðarfélagi 23 milljóna króna styrk. Bati rekur áfangaheimili og stuðningsúrræði fyrir einstaklinga sem hafa verið í réttarvörslu og þarfnast stuðnings við að verða virkir þátttakendur í samfélaginu á ný. Félagið þjónar þeim hópi sem hefur vilja og getu til að nýta sér úrræði þar sem veittur er margþættur stuðningur til að styðja þátttakendur út úr vímuefnanotkun og afbrotum á uppbyggilegan hátt.

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur stutt við Bata frá árinu 2020. Bati rekur tvö Batahús, eitt fyrir karla og eitt fyrir konur, og þar er boðið upp á ýmiss konar aðstoð og stuðning við að byggja upp vímuefnalaust líf. Miðað er við að þátttakendur geti nýtt sér stuðningsúrræði Bata í allt að tvö ár og markmiðið að fólk geti að því loknu staðið á eigin fótum eins og kostur er.

Ýtt er undir virkni í formi endurhæfingar og markmiðið er að einstaklingar fari að því búnu aftur á vinnumarkað og/eða mennti sig. Áhersla er lögð á að fólk efli og styrki félagsleg tengsl og sinni áhugamálum sínum. Jafnframt er áhersla lögð á heilbrigði í víðum skilningi og að þátttakendur bæti tengsl við fjölskyldu sína og samfélagið.

Heildstæð og þverfagleg nálgun

Aðdragandi að stofnun Batahúss var meðal annars skýrsla sem starfshópur á vegum félagsmálaráðuneytisins vann árið 2019. Þar var megináhersla lögð á heildstæða og þverfaglega nálgun í málefnum einstaklinga sem hlotið hafa fangelsisdóm.

Guðrún Ebba Ólafsdóttir, forstöðukona Batahúss fyrir konur, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Vagnbjörg Magnúsdóttir, stjórnarformaður Bata, og Agnar Bragason, forstöðumaður Batahúss fyrir karla.

Guðrún Ebba Ólafsdóttir, forstöðukona Batahúss fyrir konur, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Vagnbjörg Magnúsdóttir, stjórnarformaður Bata, og Agnar Bragason, forstöðumaður Batahúss fyrir karla.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum