Hoppa yfir valmynd
18. október 2023 Heilbrigðisráðuneytið

Umsækjendur um embætti forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða

Sjúkrahúsið á Ísafirði og hjúkrunarheimilið Eyri - myndLjósmynd: Ásgeir Helgi Þrastarson

Fjórir sóttu um embætti forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða sem auglýst var laust til umsóknar í september síðastliðnum.

Umsækjendur eru:

  • Alberta G. Guðbjartsdóttir, deildarstjóri
  • Hrafnhildur Ólöf Ólafsdóttir, hjúkrunarstjóri
  • Lúðvík Þorgeirsson, rekstrarstjóri
  • Þuríður Pétursdóttir, forstöðumaður

Heilbrigðisráðherra mun skipa í embættið að undangengnu mati nefndar sem skipuð er samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu og hefur það hlutverk að meta hæfni umsækjenda um stöður forstjóra heilbrigðisstofnana.

Skipað verður í embættið til fimm ára frá 1. febrúar 2024.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum