Hoppa yfir valmynd
17. nóvember 2023 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Ábyrgir viðskiptahættir og leiðbeinandi reglur OECD fyrir fjölþjóðleg fyrirtæki - Stýrihópur skipaður

Menningar- og viðskiptaráðherra hefur skipað stýrihóp um ábyrga viðskiptahætti og leiðbeinandi reglur OECD fyrir alþjóðleg fyrirtæki. Stýrihópnum er ætlað að vera stjórnvöldum til ráðgjafar og samtals varðandi beitingu og innleiðingu umræddra leiðbeininga OECD. Fyrsti formlegi fundur stýrihópsins fór fram í gær, 16. nóvember.

Rúmlega 50 ríki í heiminum eru skuldbundin til að vera með skráðan tengilið fyrir þessar leiðbeiningar OECD og er Ísland eitt þeirra ríkja. Skrifstofa viðskipta og ferðamála, í menningar- og viðskiptaráðuneytinu, er tengiliður Íslands vegna hinna leiðbeinandi reglna OECD fyrir alþjóðleg fyrirtæki.

Stýrihópurinn er þannig skipaður:
Harpa Theodórsdóttir, formaður, skipuð án tilnefningar
Rósa Guðrún Erlingsdóttir, tilnefnd af forsætisráðuneyti
Bylgja Árnadóttir, tilnefnd af utanríkisráðuneyti
Magnús Dige Baldursson, tilnefndur af umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti
Halldór Oddsson, tilnefndur af Alþýðusambandi Íslands
Páll Ásgeir Guðmundsson, tilnefndur af Samtökum atvinnulífsins
Þröstur Olaf Sigurjónsson, tilnefndur af Festu miðstöð um sjálfbærni

Leiðbeinandi reglurnar fela í sér ábendingar og tilmæli sem miða að því að hvetja fyrirtæki til jákvæðra efnahagslegra, umhverfislegra og félagslegra framfara í starfsemi sinni og að lágmarka skaðleg áhrif á málefni sem falla undir leiðbeiningarnar sem kunna að tengjast rekstri, vörum og þjónustu fyrirtækis. Leiðbeiningarnar ná m.a. yfir eftirtalin svið, mannréttindi, vinnuréttindi, umhverfismál, baráttu gegn mútum, hagsmuni neytenda, upplýsingagjöf, vísindi og tækni, samkeppni og skattamál.

Árið 2023 gaf OECD út nýjar leiðbeiningar sem fjalla um ábyrga viðskiptahegðun m.a. á sviði loftslagsmála, líffræðilegs fjölbreytileika, tækni, siðferðis, umhverfis og fleira.

Leiðbeiningarnar eru að finna á heimasíðu stjórnarráðsins undir almenn viðskiptamál


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum