Hoppa yfir valmynd
30. nóvember 2023 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Sjö verkefni hljóta styrk úr Hvata

Styrkjum hefur verið úthlutað úr Hvata, styrktarsjóði til verkefna á málefnasviðum menningar- og viðskiptaráðherra. Alls hlutu sjö verkefni styrk úr þessari seinni úthlutun ársins 2023, alls að upphæð 9.650.000 kr.

Hæsta styrkinn að þessu sinni hlýtur Óperukórinn í Reykjavík vegna verkefnisins Mozart á miðnóttu 2023, eða alls 2.500.000 kr. Um er að ræða flutning á sálumessu Mozarts, Mozart´s Requiem, aðfaranótt 5. desember 2023 í minningu um Garðar Cortes sem lést á vordögum 2023. Óperukórinn í Reykjavík flytur messuna með liðsinni margra söngvara sem unnu með Garðari á hans ævi ásamt hljómsveit og einsöngvurum undir stjórn Arons Axels Cortes.

Í haust var auglýst eftir styrkjum úr Hvata vegna seinni úthlutunar ársins 2023 og fyrri úthlutunar árið 2024. Alls bárust 32 umsóknir um styrk vegna þessara tveggja úthlutana.

Hvati er styrktarsjóður innan menningar- og viðskiptaráðuneytisins. Styrkjum úr Hvata er úthlutað til ákveðinna verkefna á vegum félaga og samtaka til eins árs í senn. Verkefnin skulu ekki njóta lögbundins stuðnings eða falla undir sjóði eða sérstaka samninga. Þá eru hvorki veittir styrkir til nefndarsetu eða styrkir til BA/BS-, eða meistaraprófsverkefna.

Eftirfarandi verkefni hljóta styrk að þessu sinni. Á næstu dögum verður svo tilkynnt hverjir hljóta styrk úr fyrri úthlutun ársins 2024. Áætlað er að auglýst verði eftir styrkjum á ný á næsta ári.

Sjá einnig: Hvati styrktarsjóður 


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum