Hoppa yfir valmynd

Hvati

Auglýst verður næst eftir umsóknum í september 2024.

Menningar- og viðskiptaráðuneytið veitir Hvata - styrki til verkefna á málefnasviðum menningar- og viðskiptaráðherra.

Styrkjum skal úthlutað til ákveðinna verkefna á vegum félaga og samtaka til eins árs í senn. Verkefnin skulu ekki njóta lögbundins stuðnings eða falla undir sjóði eða sérstaka samninga. Þá eru hvorki veittir styrkir til nefndarsetu eða styrkir til BA/BS-, eða meistaraprófsverkefna.

Samkvæmt úthlutunarreglum mun matshópur skipaður af ráðherra meta umsóknir en horft verður til ýmissa þátta við úthlutunina, m.a. hvort verkefnin þyki hafa gildi og mikilvægi fyrir stefnu viðkomandi málaflokks, og hvort markmið og árangursmælikvarðar séu skýrir. Frekari upplýsingar um styrkhæfi, mat á umsóknum og viðmið má finna í úthlutunarreglum.

Eftirtalin gögn skulu fylgja umsókn eftir því sem við á:

  • upplýsingar um umsækjanda eða umsækjendur, aðra þátttakendur og samstarfsaðila, ef einhverjir eru,
  • nafn þess sem annast samskipti við ráðuneyti,
  • nákvæm lýsing á verkefni, markmiðum þess og þýðingu fyrir umsækjanda og aðra,
    tíma- og verkáætlun,
  • fjárhagsáætlun, þar sem fram koma m.a. upplýsingar um áætlaðan kostnað, tekjur, hlutdeild annarra í kostnaði við verkefnið og styrkfé sem verkefnið hefur hlotið eða hefur sótt um,
  • staðfest gögn frá samstarfsaðilum sem og önnur gögn til stuðnings umsókn

Umsóknum skal skilað rafrænt á vef menningar- og viðskiptaráðuneytisins.

Sjá reglur sjóðsins

 

The application deadline will be announced in september 2024.

The Ministry of Culture and Business Affairs oversees the allocation of grants from the Hvati fund, specifically intended to support projects aligned with the legal obligations, assignments, and functions of the Ministry. These grants are distributed semi-annually, and detailed information about the application deadline will be accessible on the Ministry's official website in september.

Grants are exclusively earmarked for one-year projects conducted by associations and organizations, subject to evaluation by a committee appointed by the Minister of Culture and Business Affairs. The assessment emphasizes the projects' relevance and significance concerning pertinent public policies, as well as the clarity of their goals and objectives.

It is crucial to underscore that projects applying for grants should not already receive statutory support or be involved in alternative funding arrangements. Additionally, the grants do not cover committee sitting expenses or academic projects at the BA/BS or master's degree levels.

All potential applicants must submit their proposals through the dedicated platform on the Ministry's website.

Fyrri úthlutun 2023

Sumarið 2023 hlutu 19 verkefni styrk í fyrstu úthlutun úr Hvata, en alls var úthlutað styrkjum að upphæð 19.880.000 kr.

Sjá nánar: Fyrsta úthlutun úr Hvata.

 

Seinni úthlutun 2023 

Sjö verkefni hlutu styrk í annarri úthlutun úr Hvata, en alls var úthlutað styrkjum að upphæð 9.650.000 kr.

Sjá nánar: Önnur úthlutun úr Hvata.

 

Fyrri úthlutun 2024

Í haust var auglýst eftir umsóknum vegna seinni úthlutunar ársins 2023 og fyrri úthlutunar ársins 2024. Umsóknarfresturinn var til og með 28. september 2023 og er því liðinn. 

 

Seinni úthlutun 2024

Næst verður auglýst eftir umsóknum í september. Auglýst verður eftir umsóknum hér á vef menningar- og viðskiptaráðuneytisins.

 

Aðrir sjóðir og styrkir

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Yfirlit

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum