Hoppa yfir valmynd

Sjóðir og styrkir

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða er í vörslu Ferðamálastofu. Samkvæmt lögum nr. 75/2011 um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða er markmið og hlutverk sjóðsins að stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun ferðamannastaða  sem eru í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila um land allt. Þá skal með fjármagni úr sjóðnum leitast við að tryggja öryggi ferðamanna og vernda náttúru landsins. Einnig er sjóðnum ætlað að fjölga viðkomustöðum ferðafólks til að draga úr álagi á fjölsótta ferðamannastaði. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir eftir umsóknum um styrki 1-2 sinnum á ári til uppbyggingar ferðamannastaða, í samræmi við markmið sjóðsins.

Flugþróunarsjóður

Flugþróunarsjóður hefur það að markmiði að styðja við uppbyggingu nýrra flugleiða til Íslands þannig að koma megi á reglulegu millilandaflugi um alþjóðaflugvellina Akureyri og Egilsstaði. Með því er stuðlað að dreifingu ferðamanna um landið í samræmi við Vegvísi í ferðaþjónustu,  bættri nýtingu innviða ríkisins, bættum búsetuskilyrðum og lífsgæðum heimamanna og bættum rekstrarskilyrðum atvinnureksturs á Norður- og Austurlandi.

Sjóðurinn starfar samkvæmt starfsreglum stjórnar Flugþróunarsjóðs.

Íslandsstofa og ISAVIA kynna starfsemi sjóðsins.

Fyrirspurnir um starfsemi sjóðsins er hægt að senda á [email protected].  Eftirtaldir aðilar geta einnig veitt frekari upplýsingar um reglur sjóðsins:

Stjórn:

  • Helgi Héðinsson, fulltrúi menningar- og viðskiptaráðuneytis, formaður
  • Arnheiður Jóhannsdóttir, fulltrúi Markaðsstofu Norðurlands
  • Jóna Árný Þórðardóttir, fulltrúi Austurbrúar
  • Freyr Antonson, fulltrúi fjármálaráðuneytis
  • Óli Halldórsson, fulltrúi forsætisráðuneytis
  • Sigrún Björk Jakobsdóttir, fulltrúi Isavia
  • Þorleifur Þór Jónsson, fulltrúi Íslandsstofu

Aðrir sjóðir og styrkir 

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 21.6.2022
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Yfirlit

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira