Hoppa yfir valmynd

Uppbygging ferðamannastaða

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða er í vörslu Ferðamálastofu.  Markmið og hlutverk sjóðsins er að stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun ferðamannastaða í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila um land allt. Þá skal með fjármagni úr sjóðnum leitast við að tryggja öryggi ferðamanna og vernda náttúru landsins. Einnig er sjóðnum ætlað að fjölga viðkomustöðum ferðafólks til að draga úr álagi á fjölsótta ferðamannastaði. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir eftir umsóknum um styrki 1-2 sinnum á ári til uppbyggingar ferðamannastaða, í samræmi við markmið sjóðsins.

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið fer með málefni er varða m.a. náttúruvernd og skipulagsmál og sér um utanumhald þjóðgarða og friðlýstra svæða. Þá fara sveitarfélögin með allt skipulagsvald og hafa því mikið um þróun áfangastaða og uppbyggingu í ferðaþjónustu að segja.

Landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum er ætlað að móta stefnu, samræma og forgangsraða tillögum um um uppbyggingu, rekstur og viðhald innviða í þágu náttúruverndar og til verndar menningarsögulegum minjum vegna álags af völdum ferðamennsku og útivistar.

Mælaborð

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 7.12.2022
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum