Hoppa yfir valmynd

Vegvísir í ferðaþjónustu

Stefnu í ferðaþjónustu til 2020 má finna í Vegvísi í ferðaþjónustu.  Vegvísirinn kom út í október 2015 en að vinnunni komu um eitt þúsund manns vítt og breitt um landið. Markmið Vegvísisins er að leggja traustan grunn fyrir farsæla og sjálfbæra þróun ferðaþjónustunnar til framtíðar, í sátt við land og þjóð. Í Vegvísinum eru skilgreindir sjö áhersluþættir:

  • Samhæfing
  • Jákvæð upplifun ferðamanna
  • Áreiðanleg gögn
  • Náttúruvernd
  • Hæfni og gæði
  • Aukin arðsemi
  • Dreifing ferðamanna

Stjórnstöð ferðamálavar samráðsvettvangur ríkisstjórnarinnar, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka ferðaþjónustunnar sem sett var á laggirnar í kjölfar útgáfu Vegvísis í ferðaþjónustu 2015. Hlutverk hennar var að sjá til þess að ráðist verði í þau verkefni sem skilgreind eru í Vegvísinum og samhæfa aðgerðir þvert á ráðuneyti, sveitarfélög og greinina sjálfa. Lokafundur Stjórnstöðvar ferðamála var haldinn 16.3.2021. 

Mælaborð

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 8.12.2022
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum