Hoppa yfir valmynd

Varða - Heildstæð nálgun áfangastaðastjórnunar


Varða er samstarfsverkefni á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.

Vörður ermerkisstaðir á Íslandi sem teljast einstakir á lands- eða heimsvísuMeginaðdráttarafþeirra eru náttúrufyrirbæri og/eða menningarsögulegar minjar sem mynda sérstætt landslag eða landslagsheildir.

 

Heitið byggir á þeim fjölmörgu vörðum sem finnast í íslenskri náttúru. Vörður geyma sögu og arfleifð. Þær eru hlaðnar úr staðarefni, tengjast umhverfinu, vísa veginn í átt að áfangastað og mynda leiðakerfi.

 

 

 

 

 

Vörður eru vel þekktar og eru hluti af ímynd landsins

Þær eru fjölsóttir áfangastaðir sem ferðamenn sækja allt árið um kringVið umsjón þeirra er unnið að sjálfbærni á öllum sviðum, umhverfislegri, samfélagslegri og efnahagslegri. Staðirnir þurfa að sýna fram á langtímaskuldbindingu til þess að framfylgja skilgreindum viðmiðum við stjórnun og skipulagningu m.a. hvað varðar hönnun innviða, aðgengi, fræðslu, öryggi, álagsstýringu, stafræna innviði o.fl.

Vörður geta annars vegar verið staðir þar sem töluverðir innviðir eru þegar til staðarÞar geta verið takmarkaðir möguleikar á því að breyta því sem þegar hefur verið framkvæmt sem og mynstur ferðahegðunarMiklir efnahagslegir hagsmunir 
geta verið til staðar sem hafa byggst upp yfir tíma. Því er oft meiri áskorun (tæknilega, fjárhagslega og menningarlega) og tímafrekara að þróa þá í átt að Vörðum.

Vörður geta hins vegar verið staðir þar sem takmarkaðir eða engir innviðir eru til staðarÁ slíkum stöðum er tækifæri til að stýra þróuninni í sjálfbæra átt frá fyrstu stigum og byggja upp fjölbreytta upplifun með næmni fyrir staðaranda

 

 

 

Hönnun merkisins byggir á sömu grunnstoðum og vörðurnar sjálfar. Í grunninn sýnir merkið form vörðu og táknar jafnvægi náttúru og mannvirkja, með vísun í íslenska arfleifð og mynstur. Áhersla var lögð á að merkið endurspeglaði sögu og sérstöðu þeirra ólíku merkisstaða á Íslandi, sem geta með tíð og tíma orðið Vörður. Hver varða er sjálfstæð, en jafnframt hluti af heild, sem varðar leið að áfangastað. Úr varð einstakt merki sem er í senn tímalaust, táknrænt og íslenskt. Brandenburg hannaði merki Vörðu.

Vörður verða markaðssettar til íslenskra og erlendra ferðamanna og er ætlunin að úr verði þekkt merki sem ferðamenn leita uppi við skipulagningu á ferðalögum sínum. Vörðum er ætlað að leiða ferðamenn áfram á leið sinni um landið.

Merki Vörðu

Varða er heiti sem byggir á þeim fjölmörgu vörðum sem finnast í íslenskri náttúru. Vörður geyma sögu og arfleifð. Þær eru hlaðnar úr staðarefni, tengjast umhverfinu, vísa veginn í átt að áfangastað og mynda leiðarkerfi. 

 

Hönnun merkisins byggir á sömu grunnstoðum og vörðurnar sjálfar. Það táknar jafnvægi á milli náttúrunnar og þess manngerða, arfleifð og mikilvægi þess að vera hluti af einni heild. 

Hér má nálgast hönnunarstaðal Vörðu

Tímalaust, táknrænt og íslenskt

Áhersla var lögð á að merkið endurspeglaði sögu og sérstöðu þeirra ólíku merkisstaða á Íslandi, sem geta með tíð og tíma orðið Vörður. Úr varð einstakt merki sem er í senn tímalaust, táknrænt og íslenskt.

 

Merkið sýnir í grunninn form vörðu og táknar jafnvægi náttúru og mannvirkja, með vísun í íslenska arfleifð og mynstur. Hver varða er sjálfstæð, en jafnframt hluti af heild, sem varðar leið að áfangastað.

 

Heiðursmerki Vörðu

Staðir sem eru Vörður mega nýta sér sérstakt heiðursmerki, sem er sýnilegt fyrir gesti. Þetta merki er ekki ætlað til notkunar utan svæðisins.


 

 

 

 

 


 

Vinnustofur

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur nú birt niðurstöður og tillögur franskra ráðgjafa sem heimsóttu Jökulsárlón, Gullfoss, Geysi og Þingvelli í haust í tengslum við Vörðu, verkefni um heildstæða stjórnun áfangastaða. Meðal þess sem ráðgjafarnir leggja til er að hlúa að sérstöðu og staðaranda hvers áfangastaðar, hafa innviði lágstemmda og huga að miðlun menningararfs. 

Niðurstöðurnar byggja á vinnustofum sem haldnar voru á vegum Vörðu og voru leiddar af ráðgjöfum sem hafa unnið með álíka verkefni í Frakklandi sem kallast „Grand Sites de France.“

Auk ráðgjafanna og verkefnastjórnar Vörðu, sem samanstendur af fulltrúum atvinnuvega – og nýsköpunarráðuneytis og umhverfis -og auðlindaráðuneytis, var lykilhagaðilum boðið að taka þátt í vinnustofunum þ.e. umsjónaraðilum staðanna, fulltrúum sveitarfélaga, áfangastaðastofu Suðurlands og rekstraraðilum þar sem við átti. 

Markmið vinnustofanna var að máta áfangastaðina við hugmyndafræði og viðmið Vörðu og að fá utanaðkomandi álit ráðgjafanna á ástand og þróun staðanna með hliðsjón af reynslunni í Frakklandi. Vinnustofurnar voru tvískiptar. Annars vegar var farið í vettvangsheimsóknir þar sem rýnt var í staðhætti, landslag, skipulag og innviðauppbyggingu og áhrif þessara þátta á upplifunina af stöðunum. Hins vegar voru haldnir vinnufundir þar sem leitast var við að móta sameiginlega sýn fyrir staðina til framtíðar. 

Niðurstöður og tillögur ráðgjafanna eru nú aðgengilegar hér til hliðar. Þær munu nýtast í áætlanagerð sem mun hjálpa stöðunum að færast nær hugmyndafræðinni sem unnið er samkvæmt, þannig að þeir geti orðið Vörður innan ákveðins tíma. 

Hér má nálgast ýmsar upplýsingar og gögn um Vörðu

Sites of Merit- information in English

 

Sjá einnig:

Vörumerki

Lögð hefur verið inn umsókn um skráningu vörumerkisins Varða. Eingöngu þeir staðir sem eru Vörður mega nota vörumerkið, samkvæmt samningi við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið.
Nánari upplýsingar veitir [email protected]

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira