Hoppa yfir valmynd

Leyfismál og heimagisting

Ferðamálastofa fer með útgáfu leyfa fyrir ferðaskrifstofur, ferðaskipuleggjendur, bókunarþjónustur og upplýsingamiðstöðvar og sér um skráningu á starfsemi og eftirlit með að skilyrðum fyrir þeim sé fullnægt.

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu sér um leyfismál fyrir sölu gistingar, veitinga og skemmtanahalds, þar með talið heimagistingar.

Heimagisting er úrræði fyrir þá, sem vilja leigja út lögheimili sitt eða aðra fasteign í sinni eigu (t.d. sumarbústað) til styttri tíma. Einstaklingur sem hyggst leigja út eign í heimagistingu má ekki fara yfir 90 daga hámark á almanaksári. Jafnframt er það gert að skilyrði að tekjur einstaklings af leigu fari ekki yfir 2 m.kr.

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu sér um skráningu og eftirlit með heimagistingu. Viðurlög vegna óskráðrar heimagistingar eða vegna þess að farið er út fyrir mörk leyfilegrar nýtingar heimagistingar geta verið t.d. stjórnvaldssektir allt að 1 m.kr., afskráning heimagistingar eða synjun nýrrar skráningar árið eftir.

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 10.8.2023
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum