Hoppa yfir valmynd

Alþjóðlegt samstarf

Ísland á fulltrúa í ferðamálanefnd efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD (OECD Tourism Committee) en hlutverk hennar er að fylgjast með og greina stefnur, kerfisbreytingar og áskoranir í ferðamálum.

Á tveggja ára fresti birtir OECD tölur og upplýsingar um ferðamál í ritinu Tourism Trends and Policies. Þá koma sérfræðingar á vegum OECD að úttektum og tillögugerð um þætti sem varða ferðamál hér á landi.

Ísland tekur einnig þátt í samnorrænu samstarfi á sviði ferðamála á vettvangi ráðherranefndar um atvinnumál (MR-NER) og embættismannanefndar um atvinnumál (EK-N).

Ísland á jafnframt aðild að Norrænu Atlantsnefndinni NORA og á í vestnorrænu ferðamálasamstarfi undir merkjum NATA

Mælaborð

Síðast uppfært: 8.12.2022
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum