Hoppa yfir valmynd

Gæðamál

Vakinn

Ferðamálastofa rekur Vakann sem er opinbert gæða- og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar. Markmið Vakans er að efla gæði, öryggi og umhverfisvitund í ferðaþjónustu með handleiðslu og stuðningi, jafnframt því að byggja upp samfélagslega ábyrgð innan greinarinnar.

Vakinn er sérhannað gæðakerfi fyrir íslenska ferðaþjónustu, en byggir á erlendri fyrirmynd. Þau fyrirtæki sem taka þátt njóta liðsinnis starfsfólks Vakans við að taka út reksturinn á grundvelli ítarlegra gæðaviðmiða, fá staðfestingu á því sem vel er gert og tækifæri til að bæta það sem betur má fara.

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar var stofnað í janúar 2017 og er samstarfsverkefni aðila vinnumarkaðarins, fræðsluaðila og stjórnvalda um heildstæðar lausnir og úrbætur til að auka hæfni í ferðaþjónustu á Íslandi. Starfsemi setursins snýst um að uppfylla þarfir ferðaþjónustunnar fyrir aukna hæfni og auðvelda fyrirtækjum að fjárfesta í hæfni starfsmanna. Byggt verður m.a. á hæfnigreiningum starfa til að undirbúa fræðslu og þjálfunarúrræði. Litið verður til annarra þjóða sem hafa þróað lausnir til að auka gæði, framleiðni og arðsemi í ferðaþjónustu á grundvelli hæfni stjórnenda og starfsmanna, m.a. til Skotlands og Kanada sem búa yfir víðtækri reynslu á þessu sviði.

Í Hæfnisetrinu verður áhersla á samvinnu við greinina, aðila vinnumarkaðarins, fræðsluaðila og stjórnvöld við að þróa leiðtogafræðslu, námslotur fyrir starfsmenn í ferðaþjónustu, þrepaskipt starfsnám og raunfærnimat í starfsgreinum ferðaþjónustunnar. 

Mælaborð

Sjá einnig:

Lykilaðilar

Síðast uppfært: 16.3.2023
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum