Hoppa yfir valmynd

Rannsóknir og tölfræði

Ferðamálastofa annast talningar á ferðamönnum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og framkvæmir m.a.  kannanir á ferðavenjum erlendra ferðamanna og Íslendinga. Þá gefur Ferðamálastofa út árlega bæklinginn Ferðaþjónusta í tölum þar sem helstu hagstærðir greinarinnar eru samanteknar. Á vef Ferðamálastofu er hægt að nálgast tölur um fjölda ferðamanna og ýmsar rannsóknir, kannanir og gögn á sviði ferðamála. 

 
 

Hagstofa Íslands gefur út ferðaþjónustureikninga (e. Tourism Satellite Accounts) og aflar gagna um skráningu gistinátta og gjaldeyristekjur.

 
 

Rannsóknamiðstöð ferðamála er starfrækt af Háskóla Íslands, Háskólanum á Akureyri, Háskólanum að Hólum, Samtökum ferðaþjónustunnar og Ferðamálastofu. Markmið miðstöðvarinnar eru að efla rannsóknir á sviði ferðamála, styrkja tengsl háskólastarfs og atvinnulífs og auka þekkingu um ferðamál gegnum innlent og erlent samstarf.

Aðrir aðilar sem sinna rannsóknum og veita tölulegar upplýsingar á sviði ferðamála eru m.a.Íslandsstofa, Rannsóknarsetur verslunarinnarog þeir háskólar sem bjóða upp á námsleiðir í ferðamálafræði eða tengdum greinum.

 
 

Sjá einnig:

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira