Hoppa yfir valmynd

Stofnanir og nefndir

Ferðamálastofa

Ferðamálastofa fer með framkvæmd ferðamála samkvæmt lögum um Ferðamálastofu. Hún fer m.a. með útgáfu leyfa og skráningu á starfsemi og  þróunar-, gæða- og skipulagsmál ferðaþjónustu, sem og umsýslu Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða.

Stjórnstöð ferðamála

Stjórnstöð ferðamála var samráðsvettvangur ríkisstjórnarinnar, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka ferðaþjónustunnar sem sett var á laggirnar í kjölfar útgáfu Vegvísis í ferðaþjónustu 2015. Hlutverk hennar var að sjá til þess að ráðist yrði í þau verkefni sem skilgreind eru í Vegvísinum og samhæfa aðgerðir þvert á ráðuneyti, sveitarfélög og greinina sjálfa.

Í stjórn Stjórnstöðvar ferðamála sátu ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sem jafnframt var formaður, fjármála- og efnahagsráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra. Þá sátu í stjórninni tveir fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga og fjórir fulltrúar Samtaka ferðaþjónustunnar. Lokafundur Stjórnstöðvar ferðamála var haldinn 16.3.2021. 

Íslandsstofa

Íslandsstofa heyrir undir utanríkisráðuneyti en hún fer með kynningar- og markaðsstarf á sviði ferðamála. Íslandsstofa er samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda. Hlutverk hennar samkvæmt lögum er að efla ímynd og orðspor Íslands, styrkja samkeppnisstöðu íslensks atvinnulífs á erlendum mörkuðum og laða erlenda ferðamenn og fjárfestingu til landsins.

Ferðamálaráð

Samkvæmt lögum um skipan ferðamála gerir ferðamálaráð árlega eða oftar tillögu til ferðamálaráðherra um markaðs- og kynningarmál ferðaþjónustunnar. Jafnframt skal ferðamálaráð vera ráðherra til ráðgjafar um áætlanir í ferðamálum. Ferðamálaráð skal veita umsagnir um breytingar á lögum og reglum er varða ferðamál og annað sem ráðherra felur því eða ráðið telur ástæðu til að taka upp í þágu ferðaþjónustunnar. Ráðherra er heimilt að setja reglugerð um starfsemi ferðamálaráðs. 

Skipunartími ferðamálaráðs skal vera fjögur ár en skipunartími formanns og varaformanns skal þó takmarkaður við embættistíma ráðherra.

Skipan ferðamálaráðs 2015 – 2018

 • Unnur Valborg Hilmarsdóttir – formaður (frá 2017)
 • Eva Björk Harðardóttir – varaformaður (frá 2017)
 • Aldís Hafsteinsdóttir
 • Ásbjörn Þ Björgvinsson
 • Díana Mjöll Sveinsdóttir
 • Sævar Skaptason
 • Hjálmar Sveinsson
 • Ingibjörg Guðrún Guðjónsdóttir
 • Jón Ásbergsson
 • Þórir Garðarsson
 • Fundargerðir Ferðamálaráðs

Ísland allt árið (Inspired by Iceland)

Ísland allt árið er samstarfsverkefni opinberra aðila og einkafyrirtækja um kynningu á áfangastaðnum Íslandi. 

Stjórn:

 • Helga Haraldsdóttir, formaður
 • Lísbet Einarsdóttir, SVÞ
 • Elínborg Valdís Kvaran, Landsbankinn
 • Sævar Skaptason, SAF
 • Guðmundur Óskarsson, Icelandair
 • Svanhildur Konráðsdóttir, Reykjavíkurborg
 • Elín Árnadóttir, ISAVIA

Iceland Naturally er markaðsverkefni á N-Ameríkumarkaði sem stuðlar að kynningu á Íslandi og íslenskum vörum og þjónustu í því skyni að auka útflutningstekjur, undir merkjum Iceland Naturally. Íslandsstofa er framkvæmdaraðili verkefnisins.

Stjórn:

 • Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, formaður 
 • Pétur Þ. Óskarsson, skipaður án tilnefningar
 • Helgi Már Björgvinsson, tilnefndur af Icelandair
 • Júlíus Hafstein, tilnefndur af utanríkisráðherra
 • Sigrún Ólafsdóttir, tilnefnd af forsætisráðherra
 • Svanhildur Konráðsdóttir, tilnefnd af Reykjavíkurborg 
 • Ævar Agnarsson, Icelandic USA

NORA: Norður Atlantshafssamstarf

NORA stendur fyrir Nordisk Atlantsamarbejde sem hefur verið þýtt sem Norræna Atlantsnefndin á íslensku. Nefndin heyrir undir Norrænu ráðherranefndina og telst þar vera hluti af norrænu samstarfi á sviði byggðamála og svæðasamvinnu. Starfsvæði NORA er Ísland, Færeyjar, Grænland og strandhéruð Noregs.

Skrifstofa nefndarinnar er í Færeyjum, en nefndin hefur landsskrifstofur í samstarfslöndunum. Byggðastofnun gegnir hlutverki landsskrifstofu NORA á Íslandi.

Markmið NORA er að efla samstarf innan starfsvæðis NORA með því að styðja við atvinnu- og byggðaþróun. NORA stuðlar að miðlun þekkingar og reynslu innan svæðisins með virku samstarfi og með það að markmiði að yfirvinna þær hindranir sem felast í miklum fjarlægðum og strjálbýli.

NORA veitir styrki til samstarfsverkefna er tengjast þróun atvinnulífs, nýsköpun og rannsóknasamstarfi. Meirihluti af ráðstöfunarfé nefndarinnar gengur til verkefna þar sem sótt er um styrki. Nefndin veitir einnig fé til verkefna sem skrifstofa og stjórn nefndarinnar hefur frumkvæði að og leiðir saman aðila á starfsvæðinu til samstarfs.

Fulltrúar Íslands í stjórn NORA eru: 

 • Helga Haraldsdóttir
 • Arna Lára Jónsdóttir, Nýsköpunarmiðstöð Íslands 
 • og Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, Háskólanum á Hólum. 

Mælaborð

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 8.12.2022
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Yfirlit

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum