Hoppa yfir valmynd
15. ágúst 2023 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Styrkjum úthlutað úr Hvata í fyrsta skipti

Styrkjum hefur verið úthlutað úr Hvata, styrktarsjóði til verkefna á málefnasviðum menningar- og viðskiptaráðherra. Alls hlutu 19 verkefni styrk að þessu sinni, alls að upphæð 19.880.000 kr.

Hæstu styrkina hlutu Sögusetur íslenska hestsins , að upphæð 3 m. kr, og vefurinn Vesturfarar, að upphæð 2 m. kr,. en verkefnið byggir á mótun umfangsmesta gagnagrunns um Vesturfarana og Íslandstengsl afkomenda þeirra sem ráðist hefur verið í.

Alls bárust 62 umsóknir um styrk úr Hvata og var heildarupphæð umbeðinna styrkja alls 200 m.kr.

 „Það er einstaklega ánægjulegt að það var mikill áhugi hjá fjölda fólks að leggja rækt við öflugt menningarstarf og gleðilegt að ráðuneytið geti lagt því sitt lóð á vogaskálarnar,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra.

Hvati er nýr styrktarsjóður innan menningar- og viðskiptaráðuneytisins. Styrkjum úr Hvata er úthlutað til ákveðinna verkefna á vegum félaga og samtaka til eins árs í senn. Verkefnin skulu ekki njóta lögbundins stuðnings eða falla undir sjóði eða sérstaka samninga. Þá eru hvorki veittir styrkir til nefndarsetu eða styrkir til BA/BS-, eða meistaraprófsverkefna.

Eftirfarandi verkefni hljóta styrk úr Hvata að þessu sinni. Áætlað er að auglýst verði eftir styrkjum á ný á haustmánuðum.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum