Hoppa yfir valmynd
14. febrúar 2024 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Streymi frá málþingi um framtíðarfyrirkomulag útgáfu námsgagna

Mennta- og barnamálaráðuneytið heldur málþing um framtíðarfyrirkomulag útgáfu námsgagna á föstudag 16. febrúar kl. 13:00–17:00 á Reykjavík Natura að Nauthólsvegi 52. Málþingið verður í streymi  kl. 13:00–15:00 (fram að málstofum) hér:

Markmið málþingsins er tryggja aukið aðgengi að vönduðum og fjölbreyttum námsgögnum fyrir öll skólastig með hagsmuni barna og ungmenna að leiðarljósi.

Á málþinginu verður farið yfir núverandi fyrirkomulag á útgáfu námsgagna og ræddar leiðir til úrbóta. Horft verður til greiningarvinnu sem hefur átt sér stað bæði hérlendis og í nágrannalöndum okkar. Að pallborðsumræðum loknum tekur við hópvinna í málstofum á staðnum og á netinu til að leita leiða til úrbóta fyrir hvert skólastig. Þátttakendur geta valið úr þremur málstofum eftir skólastigum (leik-, grunn- eða framhaldsskóla).

Málþingið er ætlað öllum áhugasömum um gæði námsgagna og aðilum sem koma að útgáfu þeirra.  

Málþingið er liður í heildarendurskoðun mennta- og barnamálaráðuneytisins á fyrirkomulagi námsgagnaútgáfu í samræmi við aðgerð 9 í menntastefnu stjórnvalda til ársins 2030 um vönduð náms- og kennslugögn fyrir allt menntakerfið. Niðurstöður úr málstofunum verða nýttar við fyrirhugaða endurskoðun.

Málþingið er haldið í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga, Menntamálastofnun, Samtök áhugafólks um skólaþróun, Hagþenki – Félag höfunda fræðirita og kennslugagna, Félag íslenskra bókaútgefenda, Samtök menntatæknifyrirtækja og Kennarasamband Íslands. 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum