Hoppa yfir valmynd
20. apríl 2024 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Öll með: Viðamiklar breytingar á örorkulífeyriskerfinu kynntar á mánudag

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, kynnir á mánudag kl. 11:00 viðamiklar breytingar á örorkulífeyriskerfinu undir yfirskriftinni „Öll með“. Markmið breytinganna er að einfalda örorkulífeyriskerfið, draga úr tekjutengingum og gera kerfið réttlátara. 

Fundurinn verður í beinni útsendinguog auk ráðherra flytja á fundinum innlegg þær Vigdís Jónsdóttir, forstjóri VIRK, Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Huld Magnúsdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar. Fundarstjóri er Þuríður Harpa Sigurðardóttir.

Hægt verður að horfa á útsendinguna með texta fyrir þau sem það kjósa: Útsending með íslenskum texta í rauntíma.

„Hér er umbyltingu að ræða og mestu breytingar á örorkulífeyriskerfinu frá upphafi,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra.

„Fólk á ekki að mæta þröskuldum heldur þjónustu. Við umbyltinguna tökum við betur utan um fólk en áður, hvort sem það tekur þátt á vinnumarkaði eða ekki. Leiðarljósið er skýrt: Að stuðla að bættum kjörum og meira öryggi og vellíðan fólks. Grunnhugsunin er sú að við séum öll með og skiptum öll máli.“

Dagskrá:

Öll með: Einfaldara og réttlátara örorkulífeyriskerfi
    • Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra

Spennandi tímar fram undan
    • Vigdís Jónsdóttir, forstjóri VIRK 
    • Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
    • Huld Magnúsdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar

Öll með

Fyrirhugaðar breytingar fela í sér bætta þjónustu, mikilvæga hvata til atvinnuþátttöku og bætt kjör með betra og einfaldara greiðslukerfi. Þá er stuðningur aukinn við fólk meðan á endurhæfingu þess stendur, samvinnu þjónustuaðila komið á og áhersla lögð á að hindra að fólk falli á milli kerfa.

Lengi hefur verið brýnt að endurskoða örorkulífeyriskerfið og mælti ráðherra á dögunum fyrir frumvarpi á Alþingi vegna breytinganna

Frumvarpið var unnið í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu og er afrakstur víðtæks samráðs við helstu haghafa, stofnanir, önnur ráðuneyti og aðra hlutaðeigandi.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum