Hoppa yfir valmynd
15. maí 2024 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Flestar stofnanir hafa innleitt nýskapandi verkefni síðastliðin tvö ár

79% stofnana ríkisins hafa innleitt að minnsta kosti eitt nýskapandi verkefni á síðastliðnum tveimur árum, samkvæmt Nýsköpunarvoginni. Stærstur hluti hlutfall verkefna hafa skilað aukinni skilvirkni og auknum gæðum en tækni er áfram helsti drifkraftur nýsköpunar hjá ríkinu.

Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra:

„Það er ánægjulegt að geta birt þessar niðurstöður í tilefni af Nýsköpunardegi hins opinbera. „Það skiptir máli að opinberir aðilar leiti sífellt nýrra leiða til að leysa áskoranir og viðfangsefni sem liggja fyrir og gott að sjá þessar niðurstöður sem endurspegla þann kraft sem á sér stað innan stofnana ríkisins.“

Í könnuninni var sérstaklega spurt um notkun gervigreindar og sögðu 57% aðspurðra að gervigreind væri nýtt í starfseminni en 80% sögðust sjá tækifæri við notkun gervigreindar í umbótum. Ráðuneytið hefur gefið út leiðbeiningar til opinberra aðila sem nýta eða hyggjast nýta gervigreind í sinni starfsemi enda hefur gervigreind mikil tækifæri til að bæta opinbera þjónustu og auka skilvirkni.

Helstu niðurstöður Nýsköpunarvogarinnar 2023

Nýsköpunarvogin

Nýsköpunarvogin er samnorræn könnun á nýsköpun opinberra aðila. Könnuninni er ætlað að varpa ljósi á:

  • Umfang opinberrar nýsköpunar á Íslandi.
  • Hvaða þættir styðja við nýsköpun og hverjar eru hindranirnar.
  • Hvað einkennir vinnustaði sem eru nýskapandi og hvað einkennir vinnustaði sem eru ekki að vinna að nýsköpun.
  • Hvort opinberir vinnustaðir séu að deila nýjungum sín á milli.
  • Hvaða virði nýsköpun er að skapa hjá hinu opinbera á Íslandi.

Könnun var framkvæmd í nóvember 2023 meðal ríkisstofnana og var það í þriðja sinn sem könnunin er framkvæmd.

Niðurstöður

Niðurstöður könnunarinnar má sjá á meðfylgjandi mælaborði. Hægt er að færa á sig á milli síðna til að sjá bakgrunnsbreytur. Unnið er að því að birta niðurstöður fyrri ára á mælaborðinu. 

Mælaborð með niðurstöðum könnunarinnar (er neðst á síðunni). 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum