Hoppa yfir valmynd
4. júlí 2025 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Næstu aðgerðir í innleiðingu menntastefnu

Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur birt aðra aðgerðaáætlun menntastefnu fyrir árin 2025–2027. Aðgerðaáætlunin markar annan áfanga af þremur í innleiðingu menntastefnu stjórnvalda til ársins 2030 og tekur mið af áherslum nýrrar ríkisstjórnar. Aðgerðunum er ætlað að bregðast við stöðunni í menntakerfinu meðal annars út frá niðurstöðum PISA, skýrslum OECD, Norrænu QUINT-rannsókninni, íslensku æskulýðsrannsókninni og annarra nýlegra rannsókna.

Menntastefnan leggur línurnar í menntaumbótum til ársins 2030 með það að markmiði að stuðla að framúrskarandi menntun alla ævi. Þingsályktun um menntastefnu 2021–2030 var samþykkt á Alþingi 24. mars 2021 og hófst innleiðing með fyrstu aðgerðaáætlun menntastefnu sem tók til tímabilsins 2021–2024.

Aðgerðirnar byggja á víðtæku samráði við skóla- og fræðasamfélagið ásamt hlutaðeigandi hagaðilum. Fyrirhugaðar aðgerðir voru í kjölfarið kynntar á fjölsóttu menntaþingi sem haldið var sl. haust og niðurstöður nýttar við gerð endanlegrar áætlunar. Miðstöð menntunar og skólaþjónustu gegnir lykilhlutverki í innleiðingu aðgerða sem miðlæg þjónustustofnun á sviði menntamála. Fram undan er skilgreining árangursmælikvarða og vinna með hagaðilum að nánari útfærslu.

„Við vitum að það þarf að taka til hendinni og duga þar engin vettlingatök. Einhugur er í nýrri ríkisstjórn að leiða menntaumbætur í höfn. Við þurfum að nýta það sem vel er gert og bæta það sem vantar upp á. Nú er kominn tími til framkvæmda," segir Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra.

Aðgerðirnar eru settar fram undir fimm stoðum menntastefnunnar:

Jöfn tækifæri fyrir alla

  • Öflugt samráð við börn og ungmenni um menntamál
  • Menntun barna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn í inngildandi skólastarfi
  • Námsgagnaútgáfa efld (með fyrirvara um samþykkt frumvarps)
  • Samstarf heimila og skóla um menntun og farsæld barna og ungmenna

Kennsla í fremstu röð

  • Fjölgun kennara
  • Öflugir kennarar í skólum landsins
  • Íslenskufærni starfsfólks sem vinnur við uppeldi og menntun barna
  • Stuðningur og ráðgjöf við nám og kennslu

Hæfni fyrir framtíðina

  • Stafrænar lausnir, miðlalæsi og stafræn borgaravitund í öllu skóla-, fræðslu- og frístundastarfi
  • Sjálfbærni og loftslagsmál í menntun
  • Gagnrýnin hugsun og sköpun til framtíðar
  • Þróun námsframboðs framhaldsskóla og framhaldsfræðslu

Vellíðan í öndvegi

  • Lögfesting og innleiðing löggjafar um inngildandi menntun og skólaþjónustu (með fyrirvara um samþykkt frumvarps)
  • Safn vandaðra almennra mats- og skimunartækja til notkunar í skólum
  • Aukin áhersla á vellíðan í skóla- og frístundastarfi
  • Námsumhverfi barna og ungmenna styðji við farsælt nám og vellíðan

Gæði í forgrunni

  • Menntatölfræði
  • Endurskoðað mat og eftirlit með skólastarfi
  • Bættur námsárangur og samræmdar mælingar
  • Stefna um samfellda náms- og starfsráðgjöf

Við bætist aðgerðin Tenging aðalnámskráa við aðgerðir menntastefnu sem gengur þvert á stoðir menntastefnu.

Nánari upplýsingar um aðgerðirnar er að finna í aðgerðaáætluninni:

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta