Hoppa yfir valmynd
29. ágúst 2025 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Nýtt skipulag fjármála- og efnahagsráðuneytis tekur gildi

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur staðfest ákvörðun um nýtt skipulag fjármála- og efnahagsráðuneytisins sem tekur gildi 1. september næstkomandi.

Samkvæmt ákvörðuninni fækkar skrifstofum um eina með sameiningu verkefna skrifstofu yfirstjórnar og skrifstofu reksturs og innri þjónustu. Þá er kjara- og mannauðssýslu ríkisins breytt úr ráðuneytisstofnun í skrifstofu í ráðuneytinu.

Breytingarnar fela í sér aukið hagræði í rekstri ráðuneytisins, meðal annars með því að eitt embætti skrifstofustjóra er lagt niður. Þá munu breytingarnar að stuðla að aukinni samhæfingu, þverfaglegri samvinnu og verkefnamiðari nálgun. Sett eru á stofn fagteymi um mál á borð við framkvæmd fjárlaga, endurmat útgjalda og fjármálastöðugleika og með því tryggt að sérfræðiþekking nýtist þvert á skrifstofur ráðuneytisins.

Meginhlutverk fjármála- og efnahagsráðuneytis felst í yfirstjórn opinberra fjármála og efnahagsmála. Ráðuneytið fer með málefni fjármálamarkaðarins, ber ábyrgð á bættum stjórnunarháttum og áætlanagerð, hefur með höndum virka stjórn mannauðsmála ríkisins og er leiðandi í umbótum og nýsköpun í rekstri ríkisins.

Nýtt skipurit fjármála- og efnahagsráðuneytis

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta