Hoppa yfir valmynd
25. mars 2021 Dómsmálaráðuneytið

Frestun á gildistöku reglugerðar um för yfir landamæri

Gildistöku reglugerðar um för yfir landamæri sem taka átti gildi 26. mars hefur verið frestað til 6. apríl næstkomandi. Ákvörðun um frestun er til þess að svigrúm gefist til að rýna framkvæmd á viðtöku vottorða svo hún gangi snurðulaust fyrir sig og verði í samræmi við ítrustu varúðarráðstafanir.

Sóttvarnalæknir hefur sent tillögur um nánari leiðbeiningar um viðurkenningu vottorða og eru þær nú til skoðunar í heilbrigðisráðuneytinu. 

Reglugerðin kveður á um takmarkanir ónauðsynlegra ferðalaga yfir landamæri vegna Covid-19 faraldursins. Áfram eru verulegar takmarkanir á ferðalögum til landsins, en helsta breytingin snýr að því að farþegar utan Schengen sem geta framvísað vottorðum sem íslensk stjórnvöld telja gild um bólusetningu eða vottorð um fyrri sýkingu verða undanþegnir reglum um sóttkví, en sú regla hefur hingað til einungis gilt innan Schengen svæðisins.

Sjá fyrri frétt um gildistökuna

Sjá frétt um reglugerðina

Hér má nálgast reglugerðina

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum