Hoppa yfir valmynd
28. desember 2020

Ný reglugerð um starfsleyfi til einkaaðila sem veita félagsþjónustu

Starfsleyfisskylda einkaaðila

Einkaaðili sem veitir lögbundna þjónustu samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 fyrir hönd sveitarfélags á grundvelli samningssambands skal hafa starfsleyfi. Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar annast meðferð starfsleyfisumsókna og útgáfu starfsleyfa.

Vakin er athygli á því að ný reglugerð um starfsleyfi til einkaaðila sem veita félagsþjónustu nr. 1320/2020 tekur gildi þann 1. janúar 2021.

Helstu breytingar frá fyrri reglugerð

Starfsleyfisskyldir einkaaðilar

Starfsleyfisskyldan er að mestu leyti samhljóða fyrri reglugerð. Þó er í nýrri reglugerð kveðið á um að einstaklingar sem starfa sem verktakar fyrir starfsleyfishafa að þeim þáttum þjónustunnar sem liggja til grundvallar starfsleyfinu starfi á ábyrgð viðkomandi starfsleyfishafa og undir starfsleyfi hans.

Gildistími starfsleyfa

Almennur gildistími starfsleyfa verður nú þrjú ár. Heimilt er að veita leyfi til skemmri tíma, binda leyfi við tiltekinn árstíma eða veita starfsleyfi með skilyrðum sem þarf að uppfylla innan tiltekins tíma mæli eðli starfseminnar með því.

Yfirlit yfir gild starfsleyfi

Um nokkurt skeið hefur Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar birt yfirlit um útgefin og gild starfsleyfi. Í nýrri reglugerð er þetta fyrirkomulag formfest.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum