Hoppa yfir valmynd
14. febrúar 2024 Forsætisráðuneytið, Utanríkisráðuneytið

Uppfærsla á lista yfir forgangsmál stjórnvalda vegna hagsmunagæslu gagnvart ESB

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum sl. föstudag uppfærðan lista yfir forgangsmál í hagsmunagæslu Íslands gagnvart Evrópusambandinu (ESB). Þar sem kosningar til Evrópuþingsins fara fram í júní nk. og ný framkvæmdastjórn ESB verður skipuð í kjölfarið hefur verið ákveðið að uppfæra og framlengja gildistíma forgangslista 2022-2023 fram á mitt ár 2024, eða til loka skipunartímabils núverandi framkvæmdastjórnar. Næsta heildarendurskoðun á forgangslistanum verður því miðuð við upphaf skipunartímabils nýrrar framkvæmdastjórnar.

Ný mál hafa verið sett á listann og stöðu annarra breytt í samræmi við stöðu þeirra í lagasetningarferli ESB eða upptökuferli EES. Af málum sem eru ný á listanum má nefna tillögu að reglugerð um þróun valfrjáls vottunarramma sambandsins fyrir fjarlægingu kolefnis, tillögu að reglugerð sem mælir fyrir um aðgerðir til að styrkja kolefnishlutlausan iðnað (e. Net Zero Industry Act), tillögu að reglugerð um mikilvæg hráefni (e. Critical Raw Materials Act) og tillögu sem varðar hreinsun á skólpi frá þéttbýli.

Árangursmat vegna framkvæmdar hagsmunagæslu á grundvelli forgangslistans verður unnið við lok gildistíma hans eins og gert hefur verið vegna fyrri forgangslista.

Nánari upplýsingar um hagsmunagæslu stjórnvalda gagnvart ESB, fyrri forgangslista og árangursmat vegna þeirra má finna á upplýsingaveitunni ees.is.

 

Skjöl:

Uppfærður forgangslisti 2022-2024

Viðauki við uppfærðan forgangslista 2022-2024

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum