Hoppa yfir valmynd
26. febrúar 2018 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Niðurstöður velferðarráðuneytisins varðandi samskipti á sviði barnaverndar

Velferðarráðuneytið í Skógarhlíð - myndVelferðarráðuneytið

Velferðarráðuneytið birtir hér með bréf ráðuneytisins til þriggja barnaverndarnefnda á höfuðborgarsvæðinu og til Barnaverndarstofu þar sem gerð er grein fyrir niðurstöðum ráðuneytisins vegna umkvartana nefndanna varðandi samskipti þeirra við forstjóra og starfsfólk Barnaverndarstofu.

Velferðarráðuneytið hefur sent meðfylgjandi bréf til hlutaðeigandi aðila. Í bréfunum er gerð grein fyrir þeim niðurstöðum sem ráðuneytið hefur komist að eftir að fara yfir formlegar umkvartanir sem því bárust frá  barnaverndarnefndum Reykjavíkur og Hafnarfjarðarbæjar, í kjölfar fundar formanna þessara nefnda og barnaverndarnefndar Kópavogs með þáverandi félags- og jafnréttismálaráðherra 10. nóvember á liðnu ári, og greinargerð með afstöðu Barnaverndarstofu til þeirra umkvartana sem ráðuneytið óskaði eftir með bréfi 21. nóvember síðastliðinn.

Eins og fram kom í tilkynningu velferðarráðuneytisins sem birt var á vef þess síðastliðinn föstudag eru áformaðar ýmsar breytingar á sviði barnaverndar til að efla og þróa barnaverndarstarf í landinu, styrkja stjórnsýslu málaflokksins og bæta eftirlit. Meðal annars verða settar skýrar formkröfur um samskiptahætti stjórnvalda sem gegna hlutverki á sviði barnaverndar. Unnið er að því að koma á sameiginlegum fundum ráðuneytisins, barnaverndarnefnda, Barnaverndarstofu til þess að hefja þá vinnu. Vonir standa til þess að sú vinna geti hafist strax í næstu viku.

Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra hafði samband við formann velferðarnefndar um nýliðna helgi og óskaði eftir fundi með nefndinni þar sem hann mun gera grein fyrir niðurstöðum ráðuneytisins og sitja fyrir svörum. Fundur hefur verður ákveðinn næsta miðvikudag, 28. febrúar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum