Hoppa yfir valmynd
20. apríl 2015 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Drög að breytingu á reglugerð um öryggiskröfur fyrir jarðgöng til umsagnar

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að breytingu á reglugerð um öryggiskröfur fyrir jarðgöng. Breytingin snýr einkum að skiptingu verkefna milli Samgöngustofu og Vegagerðarinnar. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir til 4. maí og skulu þær berast á netfangið [email protected].

Umrædd reglugerð er nr. 992/2007 og fjallar um öryggiskröfur fyrir jarðgöng. Fjallar hún bæði um öryggiskröfur og stjórnun öryggismála svo og eftirlit. Innanríkisráðuneytið skipaði starfshóp sem skipti verkefnum stofnananna og fór yfir þær reglugerðir sem ljóst þótti að breyta þyrfti. Af þeim reglugerðum sem skoðaðar voru þurfti umrædd reglugerð hvað mestar breytingar. Þá hefur komið í ljós að ýmis atriði í upphaflegri innleiðingu tilskipunar nr. 2004/54/EB hafa ekki skilað sér í reglugerðina með fullnægjandi hætti. Einnig eiga sum ákvæði reglugerðarinnar ekki við í dag vegna breyttra aðstæðna.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira