Hoppa yfir valmynd
19. júní 2015 Innviðaráðuneytið

Breyttar reglur um notkun hlífðarhjálma til umsagnar

Til umsagnar eru nú hjá ráðuneytinu reglur um undanþágu á notkun hlífðarhjálms á yfirbyggðum bifhjólum sem búin eru öryggisbelti. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir til og með 26. júní næstkomandi á netfangið [email protected].

Reglurnar sem breyta á eru nr. 205/1993 og er breytingin til komin vegna svokallaðra tuk-tuk farartækja sem eru meðal annars notuð í ferðaþjónustu. Í dag er áskilið að farþegar noti hlífðarhjálma í slíkum farartækjum en talið er eðlilegt að veita undanþágu frá reglunni ef farartækið er yfirbyggt og búið öryggisbeltum. Er til dæmis litið til annarra ríkja Evrópu hvað þetta varðar og því er þessi breyting lögð til.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum