Hoppa yfir valmynd
7. október 2014 Innviðaráðuneytið

Drög að reglugerð um öryggisráðstafanir vegna viðburða við vegi til umsagnar

Til umsagnar eru nú hjá ráðuneytinu drög að nýrri reglugerð um merkingu og aðrar öryggisráðstafanir vegna starfsemi og viðburða á og við vegi. Drögin eru unnin hjá Samgöngustofu og verður nú leitað umsagnar lögreglu og Vegagerðarinnar. Unnt er að senda umsögn um drögin á netfangið [email protected] til 24. október næstkomandi.

Færst hefur í vöxt á undanförnum árum að götum eða vegum sé lokað af ákveðnu tilefni svo sem vegna íþrótta- og tómstundaviðburða eða vegna tiltekinnar atvinnustarfsemi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gerði á sínum tíma úttekt á gildandi heimildum sem snúa að lokun vega í tengslum við ýmiss konar viðburði. Niðurstaða hennar var sú að hvergi væri bein heimild til að loka opinberum vegi vegna viðburða, reglur um skilyrði slíkrar lokunar eða fyrirmæli um hvernig skuli standa að henni. Því hefur verið ráðist í vinnu við að koma slíkum lokunum í formlegan ramma laga- og regluverks.

Í reglugerðardrögunum er miðað við að gerðar séu sömu kröfur til slíkrar vegalokunar og lokunar vegna gatnaframkvæmda hvað varðar lögboðin umferðarmerki og aðrar öryggisráðstafanir á eða við veg út frá umferðaröryggi. Reglugerðin fær stoð í 77. gr., 79. gr., 80. gr. og 84. gr. umferðarlaga nr. 50/1987.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum