Hoppa yfir valmynd
29. maí 2015 Forsætisráðuneytið

Einfalt og vandað regluverk: Hvernig má tryggja árangur til lengri tíma?

Forsætisráðuneytið efnir í samstarfi við OECD til alþjóðlegs málþings um einföldun regluverks að morgni 18. júní næstkomandi á Hótel Hilton Nordica í Reykjavík. Stefna OECD um einfalt og vandað regluverk liggur fyrir í tilmælum til  aðildarríkjanna frá 2012. Þar er til dæmis lögð áhersla á samráð, mat á áhrifum og reglulegt endurmat löggjafar. Á málþinginu verður fjallað um hvernig megi tryggja að þessi stefna nái í raun fram að ganga til lengri tíma. Felst svarið í því að festa vandaða löggjafarhætti í lög eða stjórnaskrá? Hvaða hlutverki gegna ráðuneyti og löggjafarþing í þessu sambandi? Hvaða gögn og upplýsingar eru nauðsynleg til að fylgjast með árangri?

Forsætisráðherra mun flytja inngangserindi um aðgerðir íslenskra stjórnvalda til að einfalda regluverk sem hefur áhrif á atvinnulífið. Aðrir ræðumenn koma frá OECD, Evrópuþinginu og ýmsum aðildarríkjum OECD eins og Kanada, Ástralíu og Bretlandi.  

Málþinginu lýkur með hádegisverðarfundi þar sem sérstaklega verður fjallað um samspil ráðuneyta og Alþingis í löggjafarstarfi.

Málþingið er opið öllum, skráningarfrestur er til 15. júní næstkomandi.

Nánari upplýsingar um vandaða lagasetningu má finna hér á vefnum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum