Hoppa yfir valmynd
26. október 2018 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Niðurstöður rannsóknar á þjónustu við aldraða

  - myndStjórnarráðið

Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands hefur skilað niðurstöðum rannsóknar vegna kortlagningar á þjónustu við aldraða sem stofnunin gerði fyrir velferðarráðuneytið. Rannsóknin tók til allrar öldrunarþjónustu annarrar en þeirrar sem veitt er á dvalar- og hjúkrunarheimilum.

 

Við gerð rannsóknarinnar var aflað skriflegra gagna úr skýrslum og fræðilegum greinum um málaflokkinn, nýttar voru ýmsar tölfræðilegar upplýsingar frá Hagstofu Íslands og leitað fanga á vefsíðum sveitarfélaga og opinberra stofnana sem koma að þjónustunni. Jafnframt voru tekin viðtöl við félagsmálastjóra og þeim einnig sendur spurningalisti til að nálgast ítarlegar upplýsingar um þjónustu við aldraða á hverju þjónustusvæði fyrir sig. Enn fremur voru tekin viðtöl við fulltrúa opinberra stofnana og annarra aðila sem koma að öldrunarþjónustu og loks var rafrænn spurningalisti lagður fyrir starfsfólk alls staðar af landinu sem sinnir þjónustu við aldraða.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum