Hoppa yfir valmynd
Heilbrigðisráðuneytið

Alþjóðageðheilbrigðisdagurinn í dag

Alþjóðageðheilbrigðisdagurinn er í dag 10. október. Yfirskrift dagsins er Vaxandi vitund – aukin von: Saman eflum við geðheilsu og drögum úr sjálfsvígum. Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, hélt í tilefni Alþjóðageðheilbrigðisdagsins erindi á ráðstefnu sem haldin var í tilefni dagsins undir kjörorðinu Ný hugsun í geðheilbrigðismálum. Ráðstefnan var haldin á vegum Lýðheilsustöðvar í samvinnu við Landlæknisembættið, Landspítala háskólasjúkrahús, Heilsugæsluna í Reykjavík og Skrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík. Í kvöld verður hin árlega geðganga. og að þessu sinni verður gengið gegn sjálfsvígum. Safnast verður saman við Hallgrímskirkju kl. 20:00 og gengið niður að Tjörn í Reykjavík þar sem þeirra verður minnst sem fallið hafa fyrir eigin hendi.

Sjá nánar:  Ávarp heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra Alþjóðageðheilbrigðisdaginn 10. október 2006Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira