Hoppa yfir valmynd
26. október 2017 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Degi íslenskrar tungu fagnað í 22. sinn þann 16. nóvember næstkomandi

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur sent öllum skólum og undirstofnunum ráðuneytisins bréf með hvatningu um að nota 16. nóvember, eða dagana þar í kring, til að hafa íslenskuna alveg sérstaklega í öndvegi.

Í bréfinu eru nemendur og kennarar hvattir til að vinna saman að gerð örmyndbanda þar sem leitað verði svara við tveimur spurningum: Af hverju er íslenskan mikilvæg fyrir þig? og Af hverju ert þú mikilvæg/-ur fyrir íslenskuna? Myndböndin mega ekki vera lengri en ein mínúta og hugmyndin er að skólarnir birti þau í kjölfarið á vefsíðum sínum og á samfélagsmiðlum. Valin myndbönd verða kynnt á Facebook síðu dags íslenskrar tungu. Merkja skal myndböndin með myllumerkinu #daguríslenskrartungu en þeim má einnig deila á vegg dags íslenskrar tungu á Facebook.

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur falið Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum að annast ýmsa verkþætti í tengslum við viðburði á degi íslenskrar tungu 2017. Þeir sem vilja kynna viðburði sína á vef dags íslenskrar tungu eru hvattir til að senda upplýsingar á netfangið [email protected]. Þangað má jafnframt beina fyrirspurnum um hvað eina sem varðar hátíðisdaginn.

Nánar má lesa um dag íslenskrar tungu hér.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum