Hoppa yfir valmynd
16. apríl 2019 Utanríkisráðuneytið

Uppbyggingarsjóður EES: Vinnustofa fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki

Vinnustofa um tækifæri og styrki fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki á sviði nýsköpunar og viðskiptaþróunar í bláa og græna hagkerfinu verður haldin þann 24. apríl næstkomandi milli kl. 8.30 til 11.30 í húsakynnum Íslandsstofu. 

Uppbyggingarsjóður EES veitir styrki til samstarfsverkefna í fimmtán ríkjum Evrópu og verður lögð áhersla á áætlanir í Grikklandi, Portúgal og Rúmeníu á vinnustofunni. Fulltrúi frá Innovation Norway kynnir áætlanir ásamt Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Matís, Rannís og Íslandsstofu. Jafnframt verður kynnt tengslaráðstefna sem haldin verður í maí um áætlanir sjóðsins í bláa hagkerfinu og mögulega ferðastyrki fyrir íslenska aðila. 

Vinnustofan er skipulögð af utanríkisráðuneytinu í samstarfi við Matís, Rannís, Íslandsstofu, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Háskóla Íslands. 

Dagskrá:

8.30-9.30 - Nýsköpunar- og viðskiptatækifæri í bláa og græna hagkerfinu og tengslaráðstefnum, Anne Lise Rognlidalen, verkefnastjóri Innovation Norway

9.30-9.40 - Stuðningur við þátttöku íslenskra aðila, Mjöll Waldorff, verkefnastjóri Enterprise Europe Network hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Aðalheiður Jónsdóttir, sviðsstjóri alþjóðasviðs Rannís

9.40-9.50 - Dæmi um samstarfsverkefni innan EES svæðisins, Bryndís Björnsdóttir, forstöðumaður lausna og ráðgjafar hjá Matís

9.50-10.10 - Kaffihlé

10.10-11.30 - Umræður og spurningar, fyrirlesarar verða til viðtals og veita ráðgjöf

Nýtt starfstímabil Uppbyggingarsjóðs EES fyrir tímabilið 2014-2021 hófst á þessu ári. Markmið Uppbyggingarsjóðsins er að draga úr félagslegu- og efnahagslegu misræmi innan evrópska efnahagssvæðisins og efla tvíhliða samstarf milli EES EFTA-ríkjanna og fimmtán viðtökuríkja í Suður- og Austur-Evrópu. Með þátttöku í Uppbyggingarsjóðnum er lögð áhersla á að skapa tækifæri fyrir íslenskar stofnanir, fyrirtæki og frjáls félagasamtök til samstarfs í viðtökuríkjunum og auka samskipti milli einstaklinga á Íslandi og í þessum ríkjum. Utanríkisráðuneytið hvetur íslenska aðila, samtök, fyrirtæki og stofnanir að kynna sér tækifæri innan Uppbyggingarsjóðsins. 

Ítarlegar upplýsingar um sjóðinn má finna á Stjórnarráðsvefnum

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira