Hoppa yfir valmynd
8. september 2021 Innviðaráðuneytið

Nýtt yfirlit um fjárhagslega aðstoð vegna sameiningar sveitarfélaga

Nýtt yfirlit um mögulega fjárhagslega aðstoð Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna sameininga sveitarfélaga hefur verið birt á vef ráðuneytisins. Þar má skoða framlög sem sveitarfélögum bjóðast, ef til sameiningar kæmi á árinu 2022.  

Í fyrra var samþykktar nýjar reglur um fjárhagslega aðstoð Jöfnunarsjóðs til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga (nr. 782/2020). Reglurnar heimila að sveitarfélög fái þrenns konar framlög við sameiningu: skuldajöfnunarframlag, framlag vegna endurskipulagningar og sérstakt byggðaframlag sem tekur mið af íbúaþróun. 

Reglurnar kveða einnig á um að birta skuli yfirlit, sem sýni hvað sveitarfélög myndu fá í ofangreind framlög, óháð því hvaða sveitarfélög sameinast. 

Í nýja yfirlitinu er miðað við ársreikninga 2020 og íbúatölur yfir tímabilið 2015-2021. Samkvæmt reglunum skal miða við ársreikning næstliðins árs fyrir gildistöku sameiningar við útreikning á skuldajöfnunarframlagi. Byggðaframlög miðast við íbúafjölda síðustu fimm ára við sameiningu. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum