Hoppa yfir valmynd
25. september 2018 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Fyrsti fundur nýskipaðs Netöryggisráðs

Mynd tekin á fyrsta fundi nýskipaðs Netöryggisráðs, 17. september 2018 - mynd

Fyrsti fundur nýskipaðs Netöryggisráðs var haldinn mánudaginn 17. september sl. (fyrra skipunartímabil var 2015-2018).  Hlutverk Netöryggisráðs er að vera samstarfsvettvangur stjórnvalda um málefni er snerta net- og upplýsingaöryggi, að fylgja eftir innleiðingu á stefnu stjórnvalda á hverjum tíma og að vera vettvangur miðlunar upplýsinga og samhæfingar aðgerða á sviði net- og upplýsingaöryggis.

Á fyrsta fundi ráðsins voru ýmis mál tekin fyrir sem munu jafnframt verða til frekari umfjöllunar á komandi vikum og mánuðum:

 • Þróun ógna á Netinu og viðbrögð grannríkja þar að lútandi.
 • Drög að frumvarpi til laga um öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða (sem er þáttur í innleiðingu hinnar svokölluðu NIS-tilskipunar).
 • Mótun nýrrar stefnu um netöryggismál.
 • Eftirfylgni við úttekt Oxford-háskóla á stöðu netöryggis hérlendis.
 • Árangur af starfi Netöryggissveitarinnar á árinu í kjölfar samnings sem gerður var á milli Stjórnarráðsins og Póst- og fjarskiptastofnunar um netöryggisþjónustu.
 • Nauðsyn þess að atvik séu tilkynnt til Netöryggissveitarinnar.
 • Efling fræðslu og kennslu í netöryggisfræðum (þar á meðal námskeið sem fyrirlesari frá Oxford hélt fyrir háskólanema og sérfræðinga, samsvarandi námskeið er fyrirhugað í janúar vegna mikillar eftirspurnar).
 • Áframhaldandi uppbygging tengsla við erlenda háskóla sem bjóða upp á framhaldsnám í netöryggisfræðum og miðlun upplýsinga til stúdenta um nám og mögulega styrki.
 • Breytt og aukið hlutverk evrópsku netöryggisstofnunarinnar ENISA og aukin þátttaka Íslands í starfi hennar.
 • Hugsanleg þátttaka Íslands í evrópsku netöryggiskeppninni (European Cyber Security Challenge).
 • Varnir mikilvægra innviða samfélagsins m.t.t. árása á netkerfi þeirra (beint eða óbeint).
 • Könnun á hversu háðir mikilvægir innviðir eru gervihnattabundinni þjónustu (t.d. vegna staðsetningar eða tímamerkja).
 • Netöryggisæfingar.
 • Dulritun samskipta á milli opinberra aðila.
 • Rannsóknir á greiningu á upplýsingaflæði á samfélagsmiðlum (án greiningar á efni) til að kanna hugsanlegt flæði upplýsinga frá eða í gegnum falskar uppsprettur.

 

Í Netöryggisráði eiga eftirfarandi sæti sem aðalfulltrúar eða varafulltrúar:

Sigurður Emil Pálsson, formaður, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti

Guðbjörg Sigurðardóttir, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti

Sigríður Rafnar Pétursdóttir, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti

Hrafnkell V. Gíslason, Póst- og fjarskiptastofnun

Unnur K. Sveinbjarnardóttir, Póst- og fjarskiptastofnun

Þorleifur Jónasson, Netöryggissveit Póst- og fjarskiptastofnunar

Kristján Valur Jónsson, Netöryggissveit Póst- og fjarskiptastofnunar

Jón F. Bjartmarz, embætti ríkislögreglustjóra

Gylfi Gylfason, embætti ríkislögreglustjóra

Guðrún Birna Guðmundsdóttir, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

Baldur Arnar Sigmundsson, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

Vigdís Eva Líndal, Persónuvernd

Páll Heiðar Halldórsson, Persónuvernd

Ólöf Hrefna Kristjánsdóttir, utanríkisráðuneyti

Snorri Matthíasson, utanríkisráðuneyti

Ingi Steinar Ingason, Landlæknisembættið

Hólmfríður G. Pálsdóttir, Landlæknisembættið

Guðrún I. Svansdóttir, mennta- og menningarmálaráðuneyti

Jón Vilberg Guðjónsson, mennta- og menningarmálaráðuneyti

Erna Sigríður Sigurðardóttir, forsætisráðuneyti

Ágúst Geir Ágústsson, forsætisráðuneyti

Ragna Bjarnadóttir, dómsmálaráðuneyti

Inga Þórey Óskarsdóttir, dómsmálaráðuneyti

Einar Birkir Einarsson, fjármála- og efnahagsráðuneyti

Guðrún Þorleifsdóttir, fjármála- og efnahagsráðuneyti

 

Tengt efni á vef Stjórnarráðsins:

Net- og tölvuárásir eru vaxandi ógn sem veldur fjárhagslegum og tilfinnanlegum skaða (grein samgöngu- og sveitastjórnarráðherra í Viðskiptablaðinu 8. febrúar 2018)

Mótun heildarlöggjafar um net- og upplýsingaöryggi (kynning samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra á ríkisstjórnarfundi 2. febrúar 2018)

Samið um þjónustu Netöryggissveitarinnar við stjórnsýsluna (25. janúar 2018)

Netöryggi (vefsíða með ýmsum tenglum um netöryggistengd mál innan stjórnsýslunnar)

Innleiðing NIS tilskipunarinnar og frumvarp til laga um öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða 

Úttekt Oxford-háskóla á stöðu netöryggis og ráðleggingar um aðgerðir til eflingar þess

Úttektir á öryggi opinberra vefja

Stefna um net- og upplýsingaöryggi kynnt í ríkisstjórn  (28. apríl 2015, frétt með hlekk í stefnuskjalið)

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira