Hoppa yfir valmynd
27. maí 2022 Forsætisráðuneytið

Jafnlaunavottun nær nú yfir 100 þúsund starfsmenn

Jafnlaunamerkið - myndHönnun: Sæþór Örn Ásmundsson

Alls hafa 385 fyrirtæki, stofnanir og aðrir opinberir aðilar innleitt jafnlaunastaðalinn og fengið jafnlaunavottun frá því að lög um jafnlaunavottun tóku gildi 2017. Starfsfólk hjá þessum aðilum telst vera rétt um eitt hundrað þúsund sem telur tæp 70% af þeim starfsmönnum sem lög um jafnlaunavottun ná til.

Á yfirstandandi ári eiga minnstu fyrirtækin (þar sem starfa 25-89 manns) að ljúka við innleiðingu og vottun eða eftir atvikum sækja um jafnlaunastaðfestingu.

Jafnréttisstofa hefur eftirlit með framkvæmd laganna um jafnlaunavottun og hefur sent þeim aðilum sem enn eiga eftir að uppfylla lagaskylduna áminningar og að álagning dagsekta sé yfirvofandi þar sem ljúka átti við vottun 31. desember 2019.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum