Hoppa yfir valmynd
23. nóvember 2016 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Markvissari og greiðari aðgangur almennings að upplýsingum og þjónustu

Margir sóttu fund um upplýsingatæknimál ríkisins sem haldinn var 17. nóvember sl.
Margir sóttu fund um upplýsingatæknimál ríkisins sem haldinn var 17. nóvember sl.

Fjármála- og efnahagsráðuneytið stóð 17. nóvember sl. fyrir fundi um upplýsingatæknimál ríkisins þar sem rætt var hvernig hið opinbera geti gert aðgang að upplýsingum og þjónustu við almenning greiðari, skilvirkari og markvissari.

Sex erindi voru flutt á fundinum:

Einar Birkir Einarsson, sérfræðingur á skrifstofu stjórnunar og umbóta í ráðuneytinu, fór yfir megináherslur ráðuneytisins á sviði upplýsingatæknimála og hvernig nýta megi upplýsingatækni til umbóta og hagræðingar í ríkisrekstri.

Guðmundur Kjærnested, framkvæmdastjóri Rekstrarfélags stjórnarráðsins, kynnti niðurstöður greiningar á rekstrarkostnaði upplýsingatæknideilda ríkisins og nokkur af þeim verkefnum sem fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur unnið að á undanförnum mánuðum. 

Alma Tryggvadóttir, skrifstofustjóri hjá Persónuvernd, fjallaði um nýja persónuverndarlöggjöf sem tekur gildi árið 2018. Hún ræddi áhrif þeirra breytinga sem löggjöfin hefur á upplýsingatækni hjá ríkisstofnunum. 

Fyrr á árinu vann KPMG úttekt fyrir ráðuneytið um nýtingu skýjalausna í rekstri upplýsingatæknikerfa ríkisins.  Árni Þór Jónsson, verkefnastjóri hjá KPMG kynnti niðurstöður hennar.  

Þorsteinn Björnsson, framkvæmdastjóri hjá Reiknistofu bankanna hf, fjallaði um breytingar í tækniumhverfi bankanna, hvernig staðið hefur verið að þeim og hverju þær hafa skilað.

Þá kynnti Hjörtur Þorgilsson, formaður Icepro, samstarf Evrópuþjóða á vettvangi ISA2 (Interoperability Solution for Public Administrations, Businesses and Citizens) um samvirkni upplýsingatæknikerfa milli landa en einnig á landsvísu, en Ísland er aðili að samstarfinu.

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum