Hoppa yfir valmynd
3. febrúar 2022 Utanríkisráðuneytið

Norrænir varnarmálaráðherrar funduðu um Úkraínu

Staða mála í og við Úkraínu var meginefni fjarfundar varnarmálaráðherra Norðurlandanna sem fram fór í dag á vettvangi norræna varnarsamstarfsins (NORDEFCO). Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra tók þátt í fundinum.

„Norræna varnarsamstarfið hefur reynst mikilvægur vettvangur að stilla saman strengi um málefni Úkraínu með norrænum vinaþjóðum. Ríkjunum ber saman um að staðan í og við Úkraínu sé enn mjög alvarleg. Ég legg áherslu á að samráð og samstaða líkt þenkjandi ríkja ráði för, og að viðbrögð okkar einkennist af stillingu,“ segir utanríkisráðherra. Á fundinum var einnig rætt um stöðu mála í Malí.

Norrænu varnarmálaráðherrarnir funduðu síðast 21. janúar síðastliðinn. Í kjölfarið gáfu þeir út sameiginlega yfirlýsingu til að lýsa áhyggjum af þeirri alvarlegu stöðu sem upp er komin vegna hernaðaruppbyggingar Rússlands í og við Úkraínu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum