Hoppa yfir valmynd
15. september 2021 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Kristján Þór skipar starfshóp um CBD olíu

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur óskað eftir tilnefningum á fulltrúum heilbrigðisráðuneytisins, Lyfjastofnunar og Matvælastofnunar í starfshóp um framleiðslu og markaðssetningu á CBD-olíu (Cannabidiol). Hópnum verður falið að yfirfara núgildandi löggjöf og semja frumvarp um heimild til notkunar CBD-olíu í matvælum.

 

CBD-olía er ein fjölmargra afurða sem vinna má úr iðnaðarhampi en í júní sl. var gerð lagabreyting sem heimilar innflutning á fræjum til ræktunar á iðnaðarhampi. Þær tegundir iðnaðarhamps sem heimilt er að rækta á Íslandi innihalda lágt THC gildi og fyrir vikið flokkast þær ekki sem vímugjafar. Engu að síður heimilar núgildandi löggjöf ekki framleiðslu og markaðssetningu á CBD-olíu sem fæðubótaefni á Íslandi. 

 

Olían er er e.t.v. sú afurð sem þykir hvað verðmætust og mikil eftirspurn er eftir henni um þessar mundir. Ráðuneytið hefur orðið vart við mikinn áhuga á CBD- olíu og mögulegri framleiðslu og markaðssetningu á henni. 

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira