Hoppa yfir valmynd
15. febrúar 2021 Heilbrigðisráðuneytið

Styrkir til gæða- og nýsköpunarverkefna í heilbrigðisþjónustu

Heilbrigðisráðuneytið auglýsir árlega eftir umsóknum um styrki til gæða- og nýsköpunarverkefna í heilbrigðisþjónustu. Tilgangur styrkveitinganna er að stuðla að umbótastarfi, nýbreytni og auknum gæðum heilbrigðisþjónustu og jafnframt eru þeir ætlaðir sem hvatning og viðurkenning fyrir störf á þessu sviði.

Styrkir til gæða- og nýsköpunarverkefna í heilbrigðisþjónustu 2021 - umsóknarfrestur til kl. 13.00 mánudaginn 22. mars 

Heilbrigðisráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki til gæða- og nýsköpunarverkefna í heilbrigðisþjónustu. 

Veittir verða styrkir til afmarkaðra verkefna og tæknilausna sem stuðlað geta að umbótum, nýbreytni eða auknum gæðum. Ekki eru veittir ferðastyrkir. Að þessu sinni er sérstök áhersla lögð á verkefni sem nýtast heilbrigðisþjónustunni í kjölfar heimsfaraldurs. Verkefnin þurfa að hafa skýran ávinning fyrir heilbrigðisþjónustuna og þann hóp sem þjónustan beinist að.

Styrkirnir eru veittir til stofnana á sviði heilbrigðismála, einstaklinga og fyrirtækja. Fyrirtæki eða einstaklingar sem sækja um styrki þurfa að gera það á grundvelli samstarfs við heilbrigðisstofnanir. Vakin er athygli á að einungis er unnt að sækja um á rafrænu formi.

Umsóknarfrestur er til kl. 13 mánudaginn 22. mars 2021.

Umsækjendur skulu sækja um styrk á rafrænu formi á eyðublaðavef Stjórnarráðsins á slóðinni https://minarsidur.stjr.is.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira