Hoppa yfir valmynd
25. janúar 2023 Heilbrigðisráðuneytið

Styrkir til gæða- og nýsköpunarverkefna í heilbrigðisþjónustu 2023 lausir til umsóknar

Heilbrigðisráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki til gæða- og nýsköpunarverkefna í heilbrigðisþjónustu. 

Heilbrigðisráðuneytið veitir árlega styrki til gæða- og nýsköpunarverkefna í heilbrigðisþjónustunni. Veittir eru styrkir til afmarkaðra verkefna og tæknilausna sem stuðlað geta að umbótum, nýbreytni, innleiðingu eða auknum gæðum heilbrigðisþjónustunnar.

Einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir á sviði heilbrigðismála geta sótt um en styrkveiting er háð því skilyrði að viðkomandi umsóknaraðili sé í samvinnu eða fyrirhugaðri samvinnu við heilbrigðisstofnanir.

Styrkjum er úthlutað til verkefna sem hafa skýran ávinning fyrir heilbrigðisþjónustuna og þann hóp sem þjónustan beinist að. Í ár er lögð áhersla á verkefni sem stuðla að jöfnu aðgengi og umbætur í bráðaþjónustu.

Starfshópur sem metur umsóknir mun leggja áherslu á:

Heildarfjárhæð styrkja er 55 milljónir króna. Umsóknarfrestur er til og með þriðjudagsins 28. febrúar 2023.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum