Hoppa yfir valmynd

Mínar síður - Leiðbeiningar

My Pages - Guidelines

Á Mínar síður Stjórnarráðsins eru flest eyðblöð ráðuneytanna sem eru í boði er á hverjum tíma. Vefslóðin er minarsidur.stjr.is.

Innskráning

Auðkenning með rafrænum skilríkjum (á vef Ísland.is)

Virkni

  • Undir flipanum Innhólf eru skilaboð frá „kerfinu“ og ráðuneytunum til þín.
  • Undir flipanum Mínar stillingar getur þú skoðað og breytt persónulegum upplýsingum.
    Upplýsingar á þessari síðu eru oft notaðar sem forskráðar upplýsingar í umsóknum, þess vegna er mikilvægt að halda þeim uppfærðum og réttum.
  • Undir flipanum Mín mál færð þú yfirlit yfir öll eyðublöð sem þú ert að vinna í eða hefur sent.
  • Undir flipanum Eyðublöð eru öll eyðublöð sem í boði eru en þeim er raðað eftir ráðuneytum. Mörg eyðublaðanna eru með ákveðin tímamörk, þau eru aðeins sýnileg og aðgengileg innan þess tímaramma sem þeim eru gefinn.

Eyðublöðin er unnt að vista á vefsvæði eyðublaðavefsins án þess að lokið sé við útfyllingu þeirra og halda áfram með þau síðar. Þess ber að gæta að eyðublöðin berast ekki ráðuneytinu fyrr en þau hafa verið send. Því er mikilvægt að ýta á Senda innan tilsetts tímaramma.

Eftir að eyðublað hefur verið sent, getur þú skráð þig inn og bætt við athugasemdum eða skrám.

Hvert innsent eyðublað skráist í skjalakerfi ráðuneytis eða nefndar og fer síðan til afgreiðslu. 

Í boði er vef-streymi (RSS) þar sem fram koma þau eyðublöð sem virk eru á hverjum tíma.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum