Hoppa yfir valmynd

Glærukynningar

PowerPoint sniðmát fyrir glærukynningar má nálgast hjá upplýsingafulltrúum ráðuneyta.

Glærukynningar geta verið í öllum litapallettum ráðuneytisins, en fylgja ávallt einni pallettu. Litapallettum er ekki blandað saman.

Ekkert ráðuneyti getur eignað sér eina litapallettu.

Forsíður

Forsíður geta verið:

 • Heillitaður grunnur.
 • Heillitaður grunnur með munstri.
 • Litagrunnur (með/án munsturs) ásamt mynd.
 • Heil mynd.

Það sem breytist ekki:

 • Hæð og breidd hvíta flatarins.
 • Staðsetning og stærð skjaldarmerkis.
 • Staðsetning og stærð nafns ráðuneytis.
 • Staðsetning fyrirsagnar.
 • Staðsetning og stærð dagsetningar.

Mynd sýnir uppsetningu glæru-forsíðu

Það sem er breytilegt:

 • Fyrirsögn og feitletrun í fyrirsögn.
 • Dagsetning.
 • Nafn ráðuneytis.
 • Bakgrunnslitur, mynd eða munstur.

Mynd sýnir mismunandi útfærslur á glæru-forsíðum

Glærur

Hafa skal í huga að setja ekki of miklar upplýsingar á hverja síðu.

Það sem breytist ekki:

 • Staðsetning og stærð skjaldarmerkis.
 • Hæð og breidd hauslínunnar.
 • Staðsetning og stærð nafns ráðuneytis.

Mynd sýnir uppsetningu á glærum, grunngildin

Það sem er breytilegt:

 • Texti, grafík og myndir á neðra svæði.
 • Litur á þverslá fer eftir völdu litaþema.

Mynd sýnir mismunandi útfærslur á glærum

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Yfirlit

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum